Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. ágúst 2020 17:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Ísak spilaði í tapi gegn Rangers - Celtic gerði jafntefli
Ísak Snær Þorvaldsson.
Ísak Snær Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru fram tveir leikir í skosku úrvalsdeildinni í dag. Ísak Snær Þorvaldsson kom inn á sem varamaður þegar St Mirren tapaði á útivelli gegn lærisveinum Steven Gerrard í Rangers.

Alfredo Morelos, sem hefur verið mikið orðaður við önnur félög, skoraði tvennu í 3-0 sigri.

Ísak kom inn á af bekknum á 84. mínútu þegar staðan var 3-0. Ísak, sem er 19 ára miðjumaður, er á láni frá Norwich. St Mirren er með þrjú stig eftir tvo leiki á meðan Rangers er með sex stig.

Það kom í ljós fyrr í dag að Celtic verður andstæðingur KR í forkeppni Meistaradeildarinnar. Þjálfarar KR fylgdust með Celtic í dag þegar liðið gerði óvænt jafntefli á útivelli gegn Kilmarnock. Leikurinn endaði 1-1 eftir að Celtic tók forystuna á 11. mínútu. Kilmarnock jafnaði úr vítaspyrnu á 24. mínútu.

Celtic, sem er skoskur meistari, er með fjögur stig eftir tvo leiki. Leikur Celtic við KR fer fram í Skotlandi og verður annað hvort 18. eða 19. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner