Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. ágúst 2022 14:45
Elvar Geir Magnússon
Giggs henti kærustunni sinni nakinni úr hótelherbergi
Ryan Giggs er sakaður um ofbeldi.
Ryan Giggs er sakaður um ofbeldi.
Mynd: Getty Images
Verið er að rétta yfir Ryan Giggs en hann var ákærður fyrir að hafa beitt fyrrum kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Í réttarhöldunum hefur verið sagt að Giggs sé með ljóta og illkvittna hlið og sé allt annar maður en hann hefði virst á fótboltaferlinum.

Giggs var feikilega sigursæll sem leikmaður Manchester United og er ein mesta goðsögn í sögu félagsins.

Í myndbandsfrásögn sem spiluð var í dómssal í dag sagði Greville frá því þegar Giggs henti henni nakinni úr hótelherbergi þegar þau voru í fríi í Dúbaí. Hún segir að Giggs hefði 'sturlast' fyrr um kvöldið þegar hún hefði tekið eftir því á næturklúbbi að hann væri að senda annarri konu skilaboð.

„Hann greip í mig, ég var ekki í neinum fötum, hann greip fast í handlegginn minn. Hann bókstaflega dró mig inn í setustofuna á svítunni og skildi mig eftir á gólfinu. Hann tók svo töskurnar mínar, eigur mínar, og henti þeim inn á ganginn áður en hann lokaði hurðinni og hleypti mér ekki inn í svefnherbergið. Ég var þarna nakin og allt dótið mitt á miðjum ganginum," segir Greville.

Hún segir að Giggs hafi verið eins og tvær ólíkar manneskjur meðan á sambandi þeirra stóð, það væri 'hinn almennilegi' Giggs og svo 'hinn illkvittni' Giggs. Hann hafi beitt sig þvingunum, hótunum og ofbeldi frá ágúst 2017 til nóvember 2020 og hún hefur komið með ýmis dæmi þess efnis.

Giggs, sem er 48 ára, neitar sök en hann er einnig ákærður fyrir að hafa skallað Greville og gefið yngri systur hennar olnbogaskot í byrjun nóvember 2020.
Athugasemdir
banner
banner