Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 09. ágúst 2022 19:54
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Alfons mætir Zagreb í úrslitaleik - Elías Rafn í Evrópudeildina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alfons Sampsted lék allan leikinn er Bodö/Glimt tryggði sig áfram í úrslitaleik um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með sigri gegn litháísku meisturunum í Zalgiris í dag.


Glimt hafði unnið fyrri leikinn 5-0 á heimavelli og lentu Norðmennirnir aldrei í vandræðum þar sem seinni leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Heimamenn í Zalgiris voru betri í fyrri hálfleik og leiddu 1-0 en það breyttist eftir leikhlé þegar Glimt jafnaði og Zalgiris missti leikmann af velli með beint rautt spjald. 

Tíu leikmenn Zalgiris gátu ekki komið til baka og ljóst að Glimt mætir Dinamo Zagreb í úrslitaleikjum sem fara fram í Noregi og Króatíu næstu tvo þriðjudaga.

Zalgiris 1 - 1 Bodö/Glimt (1-6 samanlagt)
1-0 F. Kyeremeh ('39)
1-1 J. Mugisha ('51)
Rautt spjald: P. Mamic, Zalgiris ('55)

Elías Rafn Ólafsson varði þá mark Midtjylland gegn portúgalska stórveldinu Benfica sem lenti ekki í vandræðum.

Benfica vann fyrri leikinn 4-1 á heimavelli og í kvöld skoraði liðið þrjú mörk í 1-3 sigri. 

Mið-Jótlendingar spiluðu góðan leik og voru óheppnir að tapa en Pione Sisto gerði eina mark liðsins í leiknum.

Benfica mætir Sturm Graz eða Dynamo Kyiv í úrslitaleik um sæti í riðlakeppninni. Midtjylland fer aftur á móti niður í riðlakeppni Evrópudeildarinnar án þess að þurfa að taka þátt í forkeppninni.

Midtjylland 1 - 3 Benfica (2-7 samanlagt)
0-1 E. Fernandez ('23)
0-2 Henrique Araujo ('56)
1-2 Pione Sisto ('63)
1-3 D. Goncalves ('88)


Athugasemdir
banner
banner