Albert Guðmundsson og David De Gea eru báðir í byrjunarliði Fiorentina sem heimsækir Manchester United á Old Trafford klukkan 11:45 í dag.
Þetta er síðasti leikur United í undirbúningnum fyrir tímabilið, en búið er að tilkynna byrjunarliðin.
Benjamin Sesko, sem gekk í raðir United í morgun, er ekki í hópnum, en hann verður hins vegar kynntur fyrir stuðningsmönnum fyrir leikinn.
Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson er í liði Fiorentina ásamt De Gea, sem lék með United frá 2011 til 2023.
De Gea endurnýjaði kynni sín við Sir Alex Ferguson í Manchester, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Man Utd: Bayindir, Maguire, Heaven Yoro, Dorgu, Diallo, Fernandes, Mount, Casemiro, Mbeumo, Cunha.
Fiorentina: De Gea, Dodo, Ranieri, Comuzzo, Pongracic, Gosens, Fagiolii, Sohm, Guðmundsson, Dzeko, Kean.
David e Sir Alex.
— ACF Fiorentina (@acffiorentina) August 8, 2025
Tavolo numero 43.#forzaviola #fiorentina pic.twitter.com/GiChdSk3w6
Athugasemdir