Framherjinn efnilegi Mateo Joseph er kominn til Mallorca á lánssamningi sem gildir út tímabilið.
Mallorca gerði gott tímabil í spænsku deildinni á síðustu leiktíð og endaði um miðja deild. Markaskorun liðsins var til vandræða og vonast stjórnendur til að Joseph sé réttur maður til að leysa vandamálið.
Mallorca vildi fá kaupmöguleika með lánssamningnum en Leeds neitaði. Joseph er með þrjú ár eftir af samningi við enska félagið og gæti hækkað umtalsvert í verði með góðri frammistöðu á komandi leiktíð.
Joseph er 21 árs gamall og kom að 7 mörkum í 41 leik með Leeds á síðustu leiktíð. Hann er lykilmaður í U21 landsliði Spánverja eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur í U20 landsliði Englands þar áður, þar sem hann er gjaldgengur til að spila fyrir báðar þjóðir.
22.07.2025 21:30
Biður um sölu frá Leeds
Leeds ???? Palma pic.twitter.com/y1CVVbdTLH
— RCD Mallorca (@RCD_Mallorca) August 9, 2025
Athugasemdir