PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Nottingham Forest horfir til Verona
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nottingham Forest er í leit að nýjum bakverði til að fullkomna varnarlínuna fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni.

Það eru þrír bakverðir í leikmannahópinum sem stendur og er Forest búið að reyna að krækja í Juanlu Sánchez án árangurs. Núna beinir félagið spjótum sínum að Jackson Tchatchoua leikmanni Verona.

Tchatchoua, sem verður 24 ára í september, var lykilmaður í liði Verona sem forðaðist fall úr Serie A á síðustu leiktíð. Hann kom til félagsins úr röðum Charleroi í Belgíu.

Tchatchoua er fæddur og uppalinn í Belgíu en leikur fyrir landslið Kamerún þar sem hann er gjaldgengur í gegnum foreldra sína. Hann á tíu A-landsleiki að baki fyrir Kamerún og er byrjunarliðsmaður í varnarlínunni þar.

Hann leikur sem hægri bakvörður að upplagi en getur einnig leikið vinstra megin, ekki ósvipað liðsfélögum sínum Ola Aina og Neco Williams.

Tchatchoua er með tvö ár eftir af samningi hjá Verona og er talið að félagið vilji fá um 15 til 20 milljónir evra til að selja hann. Inter, Rennes og Everton eru einnig meðal áhugasamra félaga.

Verona endaði í 14. sæti ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð, með 37 stig úr 38 umferðum og -32 í markatölu.
Athugasemdir