PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Atlético að kaupa Ítalíu- og Evrópumeistara
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spænska stórveldið Atlético Madrid er að ganga frá kaupum á Giacomo Raspadori sóknarmanni Napoli.

Raspadori er keyptur til að keppast um byrjunarliðssæti í holunni fyrir aftan fremsta sóknarmann eftir að félagaskipti Enzo Millot frá Stuttgart gengu ekki í gegn.

Atlético greiðir 26 milljónir evra til að kaupa Raspadori, sem lék aukahlutverk hjá Napoli og kom að 8 mörkum í 29 leikjum á síðustu leiktíð.

Raspadori er 25 ára gamall og hefur í heildina komið við sögu í 109 leikjum á þremur árum hjá Napoli. Hann er búinn að vinna Ítalíumeistaratitilinn tvisvar sinnum með liðinu.

Raspadori er uppalinn hjá Sassuolo og hefur skorað 9 mörk í 40 A-landsleikjum með Ítalíu. Hann var partur af hópnum sem vann EM í COVID faraldrinum.

Hann gerir fimm ára samning við Atlético og getur barist við Thiago Almada og Antoine Griezmann um sæti í byrjunarliðinu.

Raspadori er hvorki meira né minna en tíundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Atlético í sumarglugganum, eftir Álex Baena, David Hancko, Johnny Cardoso, Almada, Matteo Ruggeri, Marc Pubill, Juan Musso, Aleksa Puric og Mario de Luis.

Félagið er meðal annars búið að losa sig við Samuel Lino, Rodrigo Riquelme, Thomas Lemar, Rodrigo De Paul, Saúl Niguez og Reinildo Mandava það sem af er sumars.
Athugasemdir
banner
banner