Millwall hefur hafnað öðru tilboði frá Ítalíu í varnarmanninn fjölhæfa Japhet Tanganga.
Tanganga er 26 ára gamall og sinnir lykilhlutverki í varnarlínu Millwall í Championship deildinni.
Hann er uppalinn hjá Tottenham og braust ungur fram í sviðsljósið undir stjórn José Mourinho í úrvalsdeildinni en náði ekki þeim hæðum sem margir bjuggust við.
Millwall hafnaði 3,5 milljón punda tilboði frá Sassuolo í Tanganga, eftir að hafa einnig hafnað 2,5 milljóna tilboði frá Verona í júlí.
Millwall vill halda leikmanninum en gæti neyðst til að selja hann í ensku úrvalsdeildina. Einhver úrvalsdeildarfélög eru áhugasöm um að kaupa Tanganga sem er með ótrúlega lágt riftunarákvæði í samningi sínum við Millwall.
Umrætt ákvæði er talið nema svo lítið sem 1,5 milljón punda og er einungis í gildi fyrir félög úr ensku úrvalsdeildinni.
12.06.2025 15:30
Riftunarverðið í raun bara klink fyrir úrvalsdeildarfélög
Athugasemdir