PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 11:32
Brynjar Ingi Erluson
Dybala og Ranieri lögðu blóm að minnisvarða Jota
Mynd: EPA
Claudio Ranieri, fyrrum þjálfari Roma, og Paulo Dybala, leikmaður liðsins, heiðruðu minningu Diogo Jota og bróður hans með því að leggja blómvönd að minnisvarða þeirra í Liverpool-borg í dag.

Roma heimsækir Everton, nágranna Liverpool, í æfingaleik á Hill Dickinson-leikvanginum í Liverpool-borg klukkan 14:00.

Ranieri, sem hætti með Roma eftir síðasta tímabil, starfar nú sem sérstakur ráðgjafi hjá félaginu á meðan Dybala er einn af reyndustu leikmönnum liðsins.

Þeir félagarnir ákváðu að votta Jota, Liverpool og fjölskyldu hans, virðingu sína með því að leggja blómvönd að minnisvarða hans fyrir utan Anfield.

Jota og bróðir hans, Andre, létu lífið í skelfilegu bílslysi á Spáni í síðasta mánuði. Minnisvarðanum var komið fyrir utan Anfield, en Liverpool er með áform um að nota blómin og aðra hluti sem hafa verið lagðir við minnisvarðann og reisa styttu ásamt því að leggja blómabeð í kringum Anfield.


Athugasemdir
banner
banner