PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 15:30
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Ronaldo var aldrei vandamálið
Mynd: EPA
Hollenski þjálfarinn Erik ten Hag fékk óvænta spurningu í kringum æfingaleik Bayer Leverkusen og Chelsea á dögunum, en þar var hann spurður út í Cristiano Ronaldo.

Ronaldo var svo eftirminnilega bolað út úr United haustið 2022 er Erik ten Hag hafði nýlega tekið við liðinu.

Ten Hag vildi sýna hver ræður og tók oft upp á því að setja Ronaldo á bekkinn, Portúgalanum ekki til mikillar hamingju.

Ronaldo fékk nóg og náði á endanum samkomulagi um riftun á samningnum áður en hann gekk í raðir Al Nassr í Sádi-Arabíu.

Á meðan hann var samningsbundinn United fór hann í viðtal hjá breska sjónvarpsmanninum Piers Morgan þar sem hann sagðist ekki bera neina virðingu fyrir Ten Hag og að félagið hefði brugðist honum.

Ten Hag var rekinn tveimur árum síðar og er í dag þjálfari Leverkusen, en hann var óvænt spurður út í Ronaldo og hvort hann sé enn vandamálið.

„Hann var aldrei vandamálið. Þetta er fortíðin og þetta er það sem gerðist, en eftir að hann fór unnum við tvo titla og óska ég honum alls hins besta í framtíðinni,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner