Real Madrid er búið að gera nýjan samning við framherjann efnilega Gonzalo García sem átti frábært HM félagsliða í sumar.
García gerir fimm ára samning við Real Madrid en hann endaði sem markahæsti leikmaður mótsins á HM eftir að Real var slegið úr leik í undanúrslitum.
García fær þó ekki treyju númer 9 sem hann var sagður spenntur fyrir. Brasilíumaðurinn Endrick fær það treyjunúmer. Kylian Mbappé var númer 9 í fyrra en hann tekur tíuna í ár eftir brottför Luka Modric.
Xabi Alonso þjálfari hefur miklar mætur á García sem er þó í samkeppni við Mbappé og Endrick um byrjunarliðssæti í fremstu víglínu.
05.08.2025 16:00
Fær níuna hjá Real Madrid
Comunicado oficial: Gonzalo
— Real Madrid C.F. (@realmadrid) August 8, 2025
Athugasemdir