Frekari fréttum af leikmannamálum Newcastle má vænta á næstu dögum en Sky Sports segir að Yoane Wissa, leikmaður Brentford, bíði nú eftir grænu ljósi til að ferðast.
Hinn 28 ára gamli Wissa neitar að æfa með Brentford og ekki komið við sögu í síðustu æfingaleikjum liðsins.
Kongómaðurinn hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að ganga í raðir Newcastle, en Brentford hafnaði 25 milljóna punda tilboði Skjóranna í leikmanninn fyrr í sumar.
Umboðsmenn Wissa eru staddir í Lundúnum og ræða nú við Brentford. Sky segir að það megi búast við frekari fregnum af Wissa um helgina.
Samkvæmt miðlinum er Wissa nánast búinn að pakka í töskur og bíður hann nú spenntur eftir því að fá græna ljósið til að ferðast til Newcastle.
Newcastle vill landa öðrum sóknarmanni fyrir gluggalok. Samu Aghehowa, framherji Porto, er einn af mörgum kostum sem Newcastle er að skoða.
Athugasemdir