PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 12:05
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu stoðsendingu Alberts í leikhúsi draumanna
Albert var ekki lengi að leggja upp gegn rauðu djöflunum
Albert var ekki lengi að leggja upp gegn rauðu djöflunum
Mynd: EPA
Fiorentina var rétt í þessu að taka forystuna gegn Manchester United í æfingaleik á Old Trafford og auðvitað var það Albert Guðmundsson sem lagði upp mark ítalska liðsins.

Svissneski miðjumaðurinn Simon Sohm skoraði markið á 8. mínútu leiksins með laglegu skoti úr teignum eftir hnitmiðaða hornspyrnu Alberts.

Frábær byrjun hjá Fiorentina og Alberti, sem er helsta ógn Flórensarliðsins í föstu leikatriðunum.

Markið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner