PSG býst við tilboðum í Donnarumma - Newcastle í framherjaleit - Hvert fer Jackson?
   lau 09. ágúst 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Telja sig hafa fundið arftaka fyrir Mbeumo
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Brentford telur sig hafa fundið arftaka fyrir Bryan Mbeumo í sóknarlínunni, Dango Ouattara leikmann Bournemouth.

Brentford er eitt af mörgum félögum sem hafa áhuga á Ouattara en félagið getur sett sig í góða stöðu í kapphlaupinu með því að leggja fram formlegt tilboð.

Ouattara er 23 ára gamall og er áhugasamur um að skipta um félag í leit að nýrri áskorun. Hann kom að 13 mörkum í 37 leikjum með Bournemouth á síðustu leiktíð.

Bournemouth er ekki sérlega spennt fyrir því að selja kantmanninn sinn en mun neyðast til þess ef nægilega gott tilboð berst. Félagið vill ekki halda óánægðum leikmanni innan sinna raða en mun ekki veita neinn afslátt á kaupverðinu. Ouattara er með þrjú ár eftir af samningi.

Brentford hefur efni á því að kaupa hann eftir sölu á Bryan Mbeumo til Manchester United fyrr í sumar fyrir meira en 70 milljónir punda.

Brentford er einnig að skoða Omari Hutchinson hjá Ipswich Town til að styrkja sóknarlínuna.

Ipswich er búið að hafna 35 milljón punda tilboði í Hutchinson í sumar.

   16.07.2025 14:30
Ipswich hafnaði tilboði Brentford

Athugasemdir
banner