Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. september 2022 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draumur rættist hjá Hákoni - „Það var algjörlega klikkað"
Hákon Arnar í landsleik.
Hákon Arnar í landsleik.
Mynd: Getty Images
Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson varð um helgina næstyngsti Íslendingurinn í sögunni til þess að spila í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Hann varð jafnframt 15. leikmaðurinn frá Íslandi til þess að koma við sögu í riðlakeppni karla. Aðeins Arnór Sigurðsson var yngri en Hákon þegar hann spilaði með CSKA Moskvu í keppninni árið 2018.

Hákon spilaði hálftíma er FC Kaupmannahöfn tapaði fyrir Borussia Dortmund frá Þýskalandi.

„Ekki úrslitin sem við vildum en það var draumur að spila í Meistaradeildinni," skrifaði Hákon Arnar, sem er 19 ára gamall, á Instagram.

Hann var svo í viðtali við heimasíðu FCK þar sem hann sagði: „Það er mjög gaman að spila fótbolta þessa stundina."

„Það var algjörlega klikkað að koma inn á gegn Dortmund. Ég held ég hafi ekki snert boltann fyrstu sjö mínúturnar vegna þess að þeir voru með hann allan tímann. Þetta var mjög sterkur andstæðingur," segir Hákon sem er einn af sex leikmönnum FCK sem hefur komið við sögu í öllum leikjum tímabilsins til þessa.

Hákon hefur að öllum líkindum ekki spilað sinn síðasta leik í Meistaradeildinni en það verður mjög fróðlegt að sjá hversu langt hann fer á sínum ferli. Hann er byrjaður að spila með A-landsliði Íslands þrátt fyrir ungan aldur.


Athugasemdir
banner
banner
banner