Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 09. september 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
Mikill áhugi á leik Tyrklands og Íslands
Icelandair
Það verður þéttsetið hérna í kvöld.
Það verður þéttsetið hérna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það er uppselt á leik Tyrklands og Íslands sem fer fram í Izmir í kvöld. Þetta er annar leikur Íslands í Þjóðadeildinni en fyrsti leikurinn var 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi síðasta föstudag.

Leikurinn í kvöld fer fram í Izmir, sem er þriðja fjölmennasta borg Tyrklands. Hér er mikill hiti, um 30 gráður, en það er stutt í sjóinn og golan er nokkur.

Það verður spilað á Gürsel Aksel Stadium, heimavelli Göztepe. Völlurinn tekur tæplega 20 þúsund manns í sæti og er auðvitað uppselt. Fólk stóð í röðum í gær að kaupa miða á leikinn.

Þá verða 44 blaðamenn á leiknum - þar á meðal frá Fótbolta.net - og 22 ljósmyndarar.

Leikur Tyrklands og Íslands hefst 18:45 í kvöld og er auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner