Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. október 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eitt verst samsetta fótboltalið sem ég hef séð"
Úr leik Hauka og Dalvíkur/Reynis í sumar.
Úr leik Hauka og Dalvíkur/Reynis í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Núna ætla ég að senda smá pillu á Dalvíkinga," sagði Baldvin Már Borgarsson, fréttaritari og aðstoðarþjálfari Ægis í 3. deild karla, í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni í dag.

Dalvík/Reynir er á botni 2. deildar karla með 11 stig, sex stigum frá öruggu sæti þegar tveir leikir eru eftir.

„Ég hef horft á þá í nokkrum leikjum í sumar og það sem ég hef tekið mest eftir við Dalvík er það að þetta er eitt verst samsetta fótboltalið sem ég hef séð."

„Ég þekki heimastrákana, ég þekki kjarnann í liðinu. Þú ert með mikið af 'solid' fótboltamönnum sem eru tilbúnir að leggja á sig vinnu, hlaupa, djöflast og berjast fyrir allan peninginn. Þeir eru með þennan grunn. Svo ertu með erlenda leikmenn sem eiga að koma inn og bæta liðið. Ég ætla ekki að vera með leiðindi gagnvart Spánverjum, en Spánverjar eru lúxusleikmenn, þeir vilja snerta boltann, dúlla sér og ekki hafa endilega mikinn hraða í þessu. Leikmennirnir sem eru til staðar vilja hlaupa, djöflast og hafa tempó og kraft í leiknum."

„Borja (Lopez Laguna) passar kannski mest inn en það sem pirrar mig ógeðslega mikið við hann er að hann er stærstur í liðinu og hefur kannski skallað boltann einu sinni síðan hann kom. Hann vinnur ekki skallabolta og reynir það ekki einu sinni."

„Þegar hann fær boltann vill hann stjórna spilinu, hægja á þessu en það hentar bara ekki liðinu. Gianni, sem þeir fengu aftur, er geggjaður í fótbolta en hann er líka svona, hann fær boltann og þarf að taka tvo eða þrjá utanfótarsnúninga, hægja á þessu, kötta á vinstri og reyna fyrirgjöf þegar hitt liðið er komið í 'shape'."

„Dalvík er með þannig leikmenn, sérstaklega íslensku leikmennina, að þeir þurfa að nappa menn í bólinu þegar lið eru ekki í jafnvægi. Þessir útlendingar sem eru að koma til þeirra eru bara útlendingar sem myndu henta Selfossi betur, liði sem er að spila meiri fótbolta og lið sem er með meiri gæði í þessu."

„Þeir hefðu þurft að fá sér Balkanskagamenn sem eru komnir til að berjast. Munurinn finnst mér á Spánverjum og Serbum/Króötum er það að Serbar og Króatar eru með svo mikið sigurhugarfar og þeir gera allt til þess að vinna; þeir svindla til að vinna liggur við."

Hlusta má á umræðuna í heild sinni hér að neðan.
Ástríðan - Neyðarumræður á skrifstofunni
Athugasemdir
banner
banner
banner