Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. október 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Pogba: Draumur að spila fyrir Real Madrid
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, segir að það sé draumur sinn að spila fyrir Real Madrid einn daginn. Pogba verður samningslaus næsta sumar en United getur nýtt ákvæði til að framlengja samninginn um eitt ár.

„Allir fótboltamenn myndu elska að spila með Real Madrid. Það er draumur fyrir mig, af hverju ekki einn daginn?" sagði Pogba á fréttamannafundi í vikunni en hann er í landsliðsverkefni með franska landsliðinu.

„Ég er í Manchester núna og ég elska félagið mitt. Ég er að spila í Manchester, ég er að skemmta mér og ég vil gera allt sem ég get til að koma félaginu þangað sem það verðskuldar að vera. Ég mun gefa allt mitt eins og liðsfélagar mínir."

„Í augnablikinu er ég í Manchester og einbeiti mér að því að komast aftur í mitt besta form. Það mun koma tímapunktur þar sem félagið mun koma og ræða við mig og kannski bjóða mér eitthvað (nýjan samnning), eða ekki. Ekkert hefur gerst ennþá."

Athugasemdir
banner
banner