Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
   fös 09. október 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Zlatan laus við veiruna - #fuckcovid19
AC Milan hefur tilkynnt að Zlatan Ibrahimovic sé búinn að jafna sig af kórónaveirunni.

Svíinn greindist með Covid-19 fyrir Evrópuleik en fékk neikvæða niðurstöðu í nýrri skimun.

AC Milan býr sig undir að mæta Inter þann 17. október.

Búið er að staðfesta að Zlatan, sem er 38 ára, sé nú laus úr einangrun. Hann tilkynnir þetta á Twitter og lætur fylgja með kassamerkið #fuckcovid19.


Athugasemdir
banner