Lee Carsley, bráðabirgðaþjálfari enska landsliðsins, hefur kallað tvo leikmenn inn í hópinn fyrir komandi leiki gegn Grikklandi og Finnlandi í Þjóðadeildinni.
Þeir eru kallaðir inn eftir að þrír leikmenn drógu sig úr hópnum vegna meiðsla.
Það eru þeir Curtis Jones og Tino Livramento. Jones er 23 ára miðjumaður Liverpool sem var valinn í 33 manna hóp Englands fyrir EM en var ekki einn af þeim 26 sem fóru svo á lokamótið.
Þeir eru kallaðir inn eftir að þrír leikmenn drógu sig úr hópnum vegna meiðsla.
Það eru þeir Curtis Jones og Tino Livramento. Jones er 23 ára miðjumaður Liverpool sem var valinn í 33 manna hóp Englands fyrir EM en var ekki einn af þeim 26 sem fóru svo á lokamótið.
Livramento er 21 árs bakvörður hjá Newcastle. Hann hefur spilað með yngri landsliðum Englands. Hann var kallaður inn í enska hópinn í síðasta landsleikjaglugga en kom ekki við sögu.
England spilar gegn Grikklandi á Wembley á morgun. Þeir Harry Kane og Jack Grealish eru tæpir fyrir leikinn.
Athugasemdir