Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, verður ekki með liðinu í kvöld þegar liðið mætir Wales í vináttulandsleik.
Hann meiddist á ökkla í 3-0 sigri Bayern gegn Frankfurt í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið.
Hann meiddist á ökkla í 3-0 sigri Bayern gegn Frankfurt í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið.
„Það var sparkað í hann og honum finnst vont að sparka í bolta. Við gefum honum tíma til að jafna sig. Við erum sannfærðir um að hann verði klár í slaginn gegn Lettlandi," sagði Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands.
England mætir Lettlandi í undankeppni HM á þriðjudaginn og getur tryggt sér HM sæti.
Athugasemdir