Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   mið 29. október 2025 10:41
Elvar Geir Magnússon
Starf hans er alls ekki í hættu
Ekki fræðilegur möguleiki að starf Slot sé í hættu.
Ekki fræðilegur möguleiki að starf Slot sé í hættu.
Mynd: EPA
Íþróttafréttamaðurinn Phil McNulty hefur verið að svara spurningum frá lesendum á vefsíðu BBC en meðal spurninga sem hann fékk varðar stöðu Arne Slot eftir slæmt gengi Liverpool að undanförnu.

Liverpool á leiki framundan gegn Crystal Palace, Aston Villa, Real Madrid og Manchester City. Myndu þrír tapleikir eða svo í viðbót setja starf Slot í hættu?

„Það er sama pressa á Slot og öllum öðrum stjórum Liverpool, það er pressan á að vinna leiki. Er starf hans í hættu? Það er ekki fræðilegur möguleiki," segir McNulty.

„Slot vann titilinn á fyrsta tímabili eftir að hafa tekið við af Jurgen Klopp. Hann þarf sigra sem fyrst en Liverpool er ekki félag sem fer í örvæntingu, jafnvel þó næsta leikjatörn fari illa."

„Ég er þó sammála því að þeir þurfa að sýna merki um meira jafnvægi. Fyrir utan Hugo Ekitike þá hafa stóru leikmannakaupin þeirra ekki enn skilað árangri. Slot er þó með töluverða innistæðu á bankareikningngnum og Liverpool er félag sem heldur stillingu en tekur ekki skyndiákvarðanir í örvæntingu. Sérstaklega ekki þegar kemur að stjóra eem vann Englandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
8 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
18 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner