Bræðurnir Guðni Eiríksson og Hlynur Svan Eiríksson gerðu mjög góða hluti með kvennalið FH í sumar. Liðið endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar og fór í bikarúrslit. Breiðablik hafði betur í báðum keppnum. Þeir hafa lauslega verið orðaðir við starfið hjá Breiðabliki sem á enn eftir að ráða nýjan þjálfara.
Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, í gær.
Fótbolti.net ræddi við Davíð Þór Viðarsson, yfirmann fótboltamála hjá FH, í gær.
„Já, það er planið að þeir haldi áfram með liðið og við höldum áfram að byggja á því sem við erum búnir að vera gera," segir Davíð.
FH seldi tvo leikmenn erlendis í sumar. Arna Eiríksdóttir fór til Vålerenga og Elísa Lana Sigurjónsdóttir fór til Kristianstad. Það verið stutt í næstu sölu því efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar, Thelma Karen Pálmadóttir, er eftirsótt af erlendum félögum.
„Það er mikill áhugi á henni, það er ekki komið á þann stað að það séu komnar einhverjar formlegar viðræður við félög, en það kæmi mér mjög mikið á óvart ef það kæmu ekki einhver tilboð á næstu tveimur mánuðum í hana," segir Davíð.
Hún var orðuð við R-in þrjú í slúðurpakkanum í síðustu viku: Roma á Ítalíu, Rosenborg í Noregi og Rosengård í Svíþjóð.
Thelma, sem er fædd 2008, er núna með A-landsliðinu og gæti í dag spilað sinn fyrsta landsleik þegar Ísland mætir Norður-Írlandi í Þjóðadeildarumspilinu á Avis-vellinum í Laugardal.
Athugasemdir


