Archie Gray verður ekki með Tottenham gegn Newcastle í deildabikarnum í kvöld vegna meiðsla.
Tottenham hefur ekki staðfest hversu lengi Gray verði frá en hann meiddist á kálfa á æfingu og er talað um mánuð um það bil.
Tottenham hefur ekki staðfest hversu lengi Gray verði frá en hann meiddist á kálfa á æfingu og er talað um mánuð um það bil.
Gray er miðjumaður en býr yfir fjölhæfni og var notaður í vörninni undir Ange Postecoglou á síðasta tímabili.
Meiðslalisti Tottenham er orðinn ansi langur en á honum eru Cristian Romero, Destiny Udogie, Ben Davies, Radu Dragusin, Kota Takai, Yves Bissouma, Dejan Kulusevski, James Maddison og Dominic Solanke (samkvæmt Football London).
Leikur Newcastle og Tottenham í kvöld er í 16-liða úrslitum deildabikarsins. Hann hefst klukkan 20:00.
Athugasemdir

