Fulham sló C-deildarlið Wycombe úr leik í enska deildabikarnum en það þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara.
Issa Diop tryggði Fulham sigurinn þegar hann skoraði úr síðustu spyrnu leiksins.
Issa Diop tryggði Fulham sigurinn þegar hann skoraði úr síðustu spyrnu leiksins.
Í kjölfarið kom upp leiðinlegt atvik þar sem stuðningsmaður Wycombe kastaði flösku í annan aðstoðardómarann. Wycombe sendi frá sér yfirlýsingu vegna atviksins en félagið fordæmir þetta harðlega.
„Dómarar og aðstoðardómarar eru mennskir, ef þeir gerðu mistök, sem ég veit ekki hvort þeir hafi gert, þá á þetta enginn skilið," sagði Michael Duff, þjálfari Wycombe.
„Ég er viss um að félagið finni sökudólginn og dæmi hann í bann og það réttilega. Svona á ekki í heima á neinn hátt í fótbolta."
Athugasemdir



