Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 10:02
Elvar Geir Magnússon
Byrja á nýjum San Siro áður en þeir fara í Old Trafford
Tölvuteiknuð mynd af því hvernig nýr Old Trafford gæti litið út.
Tölvuteiknuð mynd af því hvernig nýr Old Trafford gæti litið út.
Mynd: Manchester United
Tafir gætu orðið á nýjum Old Trafford þar sem fyrirtækið Foster + Partners sem sér um hönnunina á leikvangnum er einnig með það verkefni að gera nýjan heimavöll Inter og AC Milan á Ítalíu, San Siro.

Það á að rífa San Siro og endurbyggja þennan sögufræga leikvang. Þær áætlanir eru komnar lengra en endurnýjunin á heimavelli Manchester United.

Manchester United vonast til að ná samkomulagi um kaup á landsvæði í kringum Old Trafford til að hægt verði að byggja nýjan leikvang.

Áform Manchester United snúast um að byggja nýjan 100 þúsund manna leikvang. Enskir fjölmiðlar tala um verkefnið sem 'Wembley norðursins' en Old Trafford þarfnast viðamikilla endurbóta.
Athugasemdir