Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
banner
   mið 29. október 2025 09:11
Elvar Geir Magnússon
Íslendingaliðið Brann þarf sigur í stórleik kvöldsins
Mynd: EPA
Íslendingaliðið Brann á fimm deildarleiki eftir á tímabilinu en í kvöld klukkan 18 að íslenskum tíma mun liðið mæta Noregsmeisturum Bodö/Glimt á heimavelli í Bergen.

Brann þarf að sigra til að halda sér í toppbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar en liðið er sex stigum á eftir Bodö/Glimt sem er í öðru sæti og sjö stigum á eftir Viking sem er á toppnum en hefur leikið leik meira en keppinautarnir.

Freyr Alexandersson er þjálfari Brann og með liðinu leikur Eggert Aron Guðmundsson sem verður væntanlega í byrjunarliðinu í kvöld. Sævar Atli Magnússon er meiddur og tekur ekki meira þátt á þessu tímabili.

Þá greina norskir fjölmiðlar frá því að norski landsliðsmaðurinn Felix Horn Myhre, sem hefur ekki spilað síðan í byrjun mánaðarins, sé ekki klár í slaginn fyrir kvöldið. Brann er því án mikilvægra leikmanna í stórleik kvöldsins.

Brann hefur verð að gera góða hluti í Evrópudeildinni og vann Utrecht 1-0 og síðan 3-0 stórsigur á Rangers.
Athugasemdir
banner
banner