Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   mið 29. október 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Allt að sex frá hjá Liverpool í kvöld
Curtis Jones er tæpur
Curtis Jones er tæpur
Mynd: EPA
Liverpool tekur á móti Crystal Palace í deildabikarnum í kvöld og heimamenn gætu verið án níu leikmanna í leiknum.

Alisson Becker, Jeremie Frimpong og Giovanni Leoni verða frá vegna meiðsla. Ryan Gravenberch og Alexander Isak eru tæpir eftir að hafa misst af leiknum gegn Brentford um helgina.

Curtis Jones bað svo um að fara af velli gegn Brentford og því er ekki vitað hvort hann sé klár.

Liverpool hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð en vann gegn Frankfurt í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Palace verður án Cheick Doucoure, Caleb Kporha og Chadi Riad.

Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni á SÝN Sport Viaplay.
Athugasemdir
banner