„Mér leist vel á það sem er í gangi í Stjörnunni, þeir eru með ungt og gott lið, unga og góða leikmenn; alltaf að koma nýir og nýir ungir leikmenn upp. Mér finnst þeir liðið sem er í mestu uppbyggingunni. Ég sé klárlega tækifæri þar til að gera eitthvað meira. Þeir náðu Evrópusæti, næsta skref er að reyna vinna deildina og ég held að það verði klárlega markmiðið," segir Birnir Snær Ingason sem var í gær kynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar.
Birnir kemur í Garðabæinn frá Akureyri þar sem hann lék með KA seinni hluta mótsins.
Birnir kemur í Garðabæinn frá Akureyri þar sem hann lék með KA seinni hluta mótsins.
„Maður er búinn að vera í kringum íslenska boltann lengi og maður sér alltaf einhverja nýja og unga gaura sem eru ógeðslega góðir í fótbolta og eru mættir allt í einu í byrjunarliðið í Stjörnunni. Það er alvöru framleiðsla þarna."
„Það voru einhver fleiri tilboð, þetta var erfið ákvörðun, hugsaði hana mjög lengi og tók síðan ákvörðun að skrifa undir hjá Stjörnunni af því mér leist best á það."
„Það skipti máli að Stjarnan er á höfuðborgarsvæðinu. Við erum að fara eignast annað barn í febrúar. Mamma mín og pabbi búa hérna og tengdamamma."
Hjá Stjörnunni hittir Birnir fyrir Örvar Eggertsson en þeir léku saman hjá HK og hann náði nokkrum leikjum með Jóhanni Árna Gunnarssyni hjá uppeldisfélaginu Fjölni.
„Ég held að fótboltinn sem Stjarnan henti mér vel, mig langar að vinna deildina með Stjörnunni. Mig langar að gera sömu hluti og ég gerði með Víkingi fyrir 2-3 árum síðan. Mig langar að spila Evrópufótbolta, standa mig eins vel og ég get og spila þessa stóru leiki sem eru upp á eitthvað," segir Birnir sem vann tvennuna með Víkingi 2023 og var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins. Hann segir að það hafi spilað inn í að Stjarnan verði í Evrópukeppni á næsta tímabili.
Hann kom til KA frá Halmstad eftir að hafa verið eitt og hálft tímabil í sænsku úrvalsdeildinni.
„Það er mjög gott að vera kominn aftur til Íslands. Þegar ég kom til Akureyrar frá Reykjavík leið mér ennþá eins og ég væri úti í útlöndum, mér finnst ég fyrst einhvern veginn núna vera kominn til Íslands verandi kominn til Reykjavíkur. Mjög gott að vera kominn, smá skrítnir tímar í Svíþjóð, en við erum mjög sátt að vera komin aftur."
Í lok viðtalsins var Birnir spurður út í tilboð Stjörnunnar, hvort það hafi verið besta tilboðið sem hann fékk. Viðtalið má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir























