Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 09. nóvember 2019 11:10
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Kante er mikið meira en besti varnartengiliður heims
Mynd: Getty Images
Chelsea tekur á móti Crystal Palace í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

N'Golo Kante verður væntanlega í byrjunarliði Chelsea og gæti honum verið stillt upp í stað Jorginho á miðjunni, en Ítalinn er í leikbanni.

Frank Lampard hefur miklar mætur á Kante og telur hann vera meira heldur en besta varnartengilið heims útaf fjölhæfni sinni.

„Fólk talar um Kante sem besta varnartengilið í heimi en að mínu mati er hann mikið meira en það. Að mínu mati er varnartengiliður leikmaður sem situr fyrir framan vörnina. Kante gerir svo mikið meira en bara það," sagði Lampard.

„Hann gerir mikið meira en bara að sinna varnarvinnu og getur spilað mismunandi hlutverk á miðjunni.

„Hann er auðvitað ekki eins leikmaður og Jorginho en hann getur leyst stöðu hans af hólmi ef við breytum leikkerfinu smávægilega."


Lampard var kjörinn úrvalsdeildarstjóri mánaðarins í október enda vann Chelsea alla úrvalsdeildarleiki sína í mánuðinum og er ásamt Leicester í þriðja sæti deildarinnar.

„Ég vil þakka starfsfólkinu hjá Chelsea fyrir að gera mér kleift að vinna þessi verðlaun. Ekkert af þessu væri hægt án starfsfólksins sem leggur ótrúlega mikla vinnu í félagið eða án leikmanna. Ég þakka þeim fyrir."

Lampard gaf skemmtilegt svar þegar hann var spurður hvort Chelsea væri að horfa upp eða niður töfluna: „Við erum að horfa í spegilinn."
Athugasemdir
banner
banner