Heimild: 433.is

Logi Már Hermannsson, formaður Kórdrengja, hefur staðfest að Kórdrengir munu mæta til leiks á næsta tímabili. Logi staðfesti þetta við 433.is.
Einhverjar sögur höfðu heyrst um að Kórdrengir myndu mögulega leggjast niður. Liðið mun spila í Lengjudeildinni á komandi tímabili og verður það þriðja árið í röð þar sem liðið er í næstefstu deild.
Einhverjar sögur höfðu heyrst um að Kórdrengir myndu mögulega leggjast niður. Liðið mun spila í Lengjudeildinni á komandi tímabili og verður það þriðja árið í röð þar sem liðið er í næstefstu deild.
„Ég get sagt það að Kórdrengir mæta til leiks á næsta ári og Ægir er ekki að fara upp í Lengjudeildina,“ sagði Logi Már við 433.is. Hann segir einnig að unnið sé í þjálfaramálum félagsins en ekki sé tímabært að gefa upp meira en það.
Hann nefnir Ægi því ef Kórdrengir ætluðu ekki að skrá liðið til leiks á næsta tímabili þá hefði Ægir, sem endaði í 3. sæti 2. deildar, farið upp í Lengjudeildina.
Kórdrengir eru án þjálfara eftir að Davíð Smári Lamude ákvað að söðla um og tók að sér þjálfarastarfið hjá Vestra.
Sjá einnig:
Átti að staðfesta þátttöku í gær - Mörg félög ekki búin að skila (2. nóv)
Athugasemdir