Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   lau 09. nóvember 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fram nælir í Katrínu frá Stjörnunni (Staðfest)
Mynd: Fram

Katrín Erla Clausen er gengin til liðs við Fram frá Stjörnunni en hún gerir tveggja ára samning við félagið.


Hún er 17 ára miðjumaður en hún kom við sögu í sjö leikjum fyrir Stjörnuna í Bestu deildinni í sumar.

Leikjunum mun væntanlega fjölga í Bestu deildinni þar sem Fram mun spila þar næsta sumar en liðið hafnaði í 2. sæti í Lengjudeildinni síðasta sumar.

„Katrín er mjög metnaðarfull, frábær karakter og hefur nú þegar sýnt að hún hefur alla burði til að ná langt í fótboltanum. Við teljum hana styrkja hópinn mikið, bæði til styttri og lengri tíma og hlökkum virkilega til að sjá hana blómstra í Úlfarsárdalnum," segir í tilkynningu frá Fram.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner