Vinstri bakvörðurinn Dan Burn skoraði stórkostlegt skallamark og kom Newcastle United yfir gegn Athletic Bilbao í Meistaradeildinni. Enska liðið vann á endanum 2-0 sigur.
Kærkominn sigur hjá Newcastle eftir tap gegn West Ham um síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni.
„Þetta var stórt. Við sögðum að við vildum svara. Ég vissi að við myndum skila okkar í kvöld. Við stýrðum stórum hluta leiksins og erum núna komnir með níu stig í keppninni," sagði Burn í sjónvarpsviðtali eftir leik.
„Það var langt síðan ég skoraði síðast og þegar tækifærið kom ákvað ég að skalla boltann eins fast og ég get. Þetta var góður skalli."
Kærkominn sigur hjá Newcastle eftir tap gegn West Ham um síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni.
„Þetta var stórt. Við sögðum að við vildum svara. Ég vissi að við myndum skila okkar í kvöld. Við stýrðum stórum hluta leiksins og erum núna komnir með níu stig í keppninni," sagði Burn í sjónvarpsviðtali eftir leik.
„Það var langt síðan ég skoraði síðast og þegar tækifærið kom ákvað ég að skalla boltann eins fast og ég get. Þetta var góður skalli."
Bruno Guimaraes, fyrirliði Newcastle, tjáði sig um Burn eftir leik.
„Þvílíkur náungi, ég elska hann. Við grínuðumst með það í síðustu viku hvenær hann myndi skora og markið kom í kvöld á lykilstundu," sagði Bruno.
Dazzling run from Yamal ????
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 5, 2025
Dan Burn's long-range header ????
Samardži?'s long-range strike ????
Phil Foden sweeps in ????
Which goal is your favourite? @Heineken || #UCLGOTD pic.twitter.com/3JZylWyNVq
Athugasemdir


