Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 09. desember 2019 10:46
Elvar Geir Magnússon
Rússlandi bannað að taka þátt á HM 2022
Alþjóða lyfjaeftirlitsstofnunin Wada hefur bannað Rússum að taka þátt í stórmótum í íþróttum næstu fjögur árin.

Komið var upp um skipulagða ólöglega lyfjanotkun rússneskra íþróttamanna um margra ára skeið. Svindlað var með lyfjasýni íþróttamannana til að ekki kæmist upp um lyfjanotkun þeirra.

Bannið gildir til að mynda um HM í Katar 2022 en nær þó ekki yfir Evrópumótið á næsta ári. Mót á vegum UEFA falla ekki undir skilgreiningu Wada.

Rússland fær ekki að keppa á Ólympíuleikunum á næsta ári en rússneskir íþróttamenn, sem eru með hreinan skjöld varðandi lyfjamál, fá að keppa sjálfstæðir á leikunum en ekki undir Rússlandi.

Rússar fá 21 dag til að áfrýja dómnum.
Athugasemdir
banner