Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 09. desember 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Djenairo Daniels og Gustav Dahl verða ekki áfram hjá Fram (Staðfest)
Daniels verður ekki áfram hjá Fram.
Daniels verður ekki áfram hjá Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gustav verður ekki áfram.
Gustav verður ekki áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Djenairo Daniels og Gustav Bonde Dahl verða ekki áfram hjá Fram. Daði Guðmundsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Fram, staðfestir það í samtali við Fótbolta.net.

Daniels er framherji sem gekk í raðir Fram í sumarglugganum og skoraði tvö mörk í tólf leikjum með liðinu. Hann er 22 ára Hollendingur sem lék síðast með Leixoes í Portúgal. Samningur hans við Fram rann út í síðasta mánuði og verður ekki endursamið við hann.

Gustav Dahl er tvítugur danskur miðjumaður sem sömuleiðis kom í sumarglugganum. Hann kom við sögu í fjórum leikjum eftir komu sína. Hann skrifaði undir samning út næsta tímabil en sá samningur er úr gildi. Hann lék síðast með Vensyssel í Danmörku.

Fyrir rúmri viku síðan skrifuðu þeir Guðmundur Magnússon og Magnús Ingi Þórðarson undir nýjan samning við Fram og Vuk Oskar Dimitrijevic gekk í raðir félagsins um helgina. Fram er þessa dagana orðað við Alex Þór Hauksson (KR), Atla Sigurjónsson (KR) og Atla Þór Jónasson (HK). Orri Sigurjónsson er þá á leið frá félaginu og er að semja við Þór.

Fram
Komnir
Vuk Oskar Dimitrijevic frá FH
Róbert Hauksson frá Leikni
Viktor Freyr Sigurðsson frá Leikni
Sigurjón Rúnarsson frá Grindavík
Óliver Elís Hlynsson frá ÍR
Kristófer Konráðsson frá Grindavík
Arnar Daníel Aðalsteinsson frá Gróttu
Víðir Freyr Ívarsson frá Hetti/Hugin (var á láni)
Benjamín Jónsson frá Þrótti Vogum (var á láni)

Farnir
Brynjar Gauti Guðjónsson
Tiago
Jannik Pohl
Djenairo Daniels
Gustav Dahl
Hlynur Atli Magnússon hættur

Samningslausir
Óskar Jónsson (1997)
Stefán Þór Hannesson (1996)
Athugasemdir
banner
banner