Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 09. desember 2024 10:10
Elvar Geir Magnússon
Ísak Bergmann: Brosti allan tímann
Ísak fagnar öðru marka sinna í gær.
Ísak fagnar öðru marka sinna í gær.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvívegis þegar Fortuna Düsseldorf vann langþráðan sigur í þýsku B-deildinni í gær. Hann lék frábærlega í 5-0 sigri gegn Braunschweig.

Ísak naut sín vel á vellinum en Düsseldorf, sem hafði farið í gegnum fimm leiki án sigurs, er nú í fimmta sæti.

„Ég var brosandi allan tímann því við spiluðum svo góðan fótbolta og nutum þess," sagði Ísak í viðtali við þýska fjölmiðla eftir leikinn.

„Í fyrri hálfleik sýndum við hvað við getum," sagði hinn 21 árs gamli Ísak en staðan var orðin 3-0 eftir aðeins ellefu mínútna leik.

Í umfjöllun Kicker segir að lið Düsseldorf hafi ekki virst skorta neitt sjálfstraust þrátt fyrir dapurt gengi að undanförnu. Liðið hafi loks sýnt góða spilamennsku og þurfi nú að sýna að það geti haldið uppteknum hætti gegn öflugri varnarliðum en Braunschweig.
Athugasemdir
banner
banner