Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. janúar 2023 10:44
Elvar Geir Magnússon
Simeone sagður yfirgefa Atletico í sumar
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid.
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid.
Mynd: EPA
Diego Simeone stjóri Atletico Madrid hefur tilkynnt félaginu að hann muni láta af störfum í sumar, eftir ellefu ár með stjórnartaumana. El Chiringuito greinir frá þessu.

Simeone er með samning til 2024 en samkvæmt fréttum hefur hann tilkynnt að hann vilji láta af störfum ári fyrr.

Samband Joao Felix og Simeone er ansi stirrt en Felix er á leið til Chelsea á lánssamningi út tímabilið. Atletico ku þó vilja fá Felix til að skrifa undir nýjan langtímasamning fyrst.

Felix myndi þá snúa aftur til Atletico undir nýjum stjóra og hreint borð.

Stóru fréttirnar eru þó augljóslega þær að Simeone myndi yfirgefa Atletico eftir rúman áratug í starfi. Á þessum tíma hefur Atletico tvisvar unnið spænsku deildina og tvisvar komist í úrslit Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner