Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   þri 10. janúar 2023 11:30
Elvar Geir Magnússon
Tíminn að renna út hjá Lukaku
Mynd: La Gazzetta dello Sport
Belgíski sóknarmaðurinn Romelu Lukaku ýtti í gegn endurkomu til Inter síðasta sumar en sex mánuðum síðar hefur hann lítið sem ekkert getað með liðinu.

Lukaku var frábær á fyrstu tveimur árum sínum hjá Inter, skoraði 64 mörk í 95 leikjum og hjálpaði liðinu að vinna fyrsta ítalska meistaratitil sinn í áratug.

Hann var svo keyptur fyrir háar fjárhæðir til Chelsea en þar gengu hlutirnir upp og hann skoraði bara átta úrvalsdeildarmörk í 26 leikjum. Hann gaf viðtal sem olli fjaðrafoki þar sem hann talaði um ást sína á Inter og sagðist þrá að snúa þangað aftur.

Síðasta sumar fékk Lukaku ósk sína uppfyllta og hann var lánaður aftur til Inter. Ítalska félagið vonaðist til þess að Lukaku myndi gera gæfumuninn í titilbaráttunni en það hefur svo sannarlega ekki farið eftir uppskrift.

Hin ýmsu meiðsli hafa sett strik í reikninginn og Lukaku, sem er 29 ára, hefur aðeins spilað 348 mínútur í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili. Hann er núna að glíma við einhver vöðvameiðsli.

Á tímabilinu 2020-21 skoraði Lukaku 24 mörk í 36 deildarleikjum og spilaði að meðaltali 80 mínútur í leik. Hann átti 1,33 skot a markið á hverjum 90 mínútum og skapað 1,44 færi.

Á þessu tímabili hefur Lukaku skorað eitt mark í sex deildarleikjum og spilar að meðaltali 58 mínútur í leik. Á hverjum 90 mínútum á hann 0,50 skot og skapar 0,50 færi. Hann er skugginn af því sem hann áður var.

Lukaku hefur enn tíma til að snúa genginu við en klukkan tifar og það er ekki víst að hann fái aftur tækifæri á næsta tímabili.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 19 14 1 4 42 17 +25 43
2 Milan 19 11 7 1 30 15 +15 40
3 Juventus 20 11 6 3 32 16 +16 39
4 Napoli 19 12 3 4 30 17 +13 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
9 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
10 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 19 5 6 8 14 22 -8 21
15 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
16 Cagliari 20 4 7 9 21 30 -9 19
17 Lecce 19 4 5 10 13 27 -14 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
20 Verona 19 2 7 10 15 31 -16 13
Athugasemdir
banner
banner
banner