Marc Guehi, fyrirliði Crystal Palace, hefur að undanförnu verið orðaður við Chelsea.
Guehi er einn af mörgum miðvörðum sem Chelsea hefur áhuga á en félagið hefur rætt við Palace um verðmiðann á enska varnarmanninum.
Guehi er einn af mörgum miðvörðum sem Chelsea hefur áhuga á en félagið hefur rætt við Palace um verðmiðann á enska varnarmanninum.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var spurður út í Guehi á fréttamannafundi í dag.
„Ég kann virkilega vel við hann, en Guehi er leikmaður Crystal Palace. Hann er ekki okkar leikmaður," sagði Maresca.
Guehi er uppalinn hjá Chelsea en hann fer ekki ódýrt frá Palace eftir að hafa slegið í gegn þar.
Maresca sagði jafnframt á fréttamannafundinum að félagið væri að skoða að kalla Trevoh Chalobah til baka úr láni frá Palace. Chelsea er í vandræðum vegna meiðsla í hjarta varnarinnar.
Athugasemdir