Afturelding 3 - 4 Breiðablik
Mörk Aftureldingar: Andri Freyr Jónasson, Aron Jóhannsson og Elmar Kári Cogic úr víti.
Mörk Breiðabliks: Aron Bjarnason 2, Davíð Ingvarsson og Óli Valur Ómarsson.
Mörk Aftureldingar: Andri Freyr Jónasson, Aron Jóhannsson og Elmar Kári Cogic úr víti.
Mörk Breiðabliks: Aron Bjarnason 2, Davíð Ingvarsson og Óli Valur Ómarsson.
Afturelding tók á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í fyrsta leik Þungavigtarbikarsins í kvöld. Þessi lið munu einmitt mætast í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í sumar.
Andri Freyr Jónasson kom Aftureldingu yfir en Breiðablik svaraði með tveimur mörkum. Afturelding jafnaði í 2-2 en Breiðablik tók forystuna á ný. Aftur jafnaði Afturelding en Blikar tryggðu sér sigurinn í skemmtilegum markaleik.
Aron Bjarnason skoraði tvö fyrir Breiðablik, þar af sigurmarkið. Óli Valur Ómarsson, sem gekk í raðir Breiðabliks í vetur, skoraði í leiknum.
Breiðablik mun mæta ÍA í næsta leik riðilsins, laugardaginn 18. janúar. Þann 25. janúar mætast svo ÍA og Afturelding.
Athugasemdir