Selfyssingurinn Jón Vignir Pétursson er að komast aftur af stað eftir að hafa lent í alvarlegum ökklameiðslum í júlí.
Fyrirliðinn er byrjaður að hlaupa á fullu og getur tekið þátt í hluta æfinganna með liði sínu. Það ætti að koma í ljós fljótlega hvenær hann má byrja að spila.
Það er talsverður áhugi á honum, hann hefur fengið nokkur tilboð frá félögum í Lengjudeildinni og félög í Bestu deildinni hafa sýnt honum áhuga.
Fyrirliðinn er byrjaður að hlaupa á fullu og getur tekið þátt í hluta æfinganna með liði sínu. Það ætti að koma í ljós fljótlega hvenær hann má byrja að spila.
Það er talsverður áhugi á honum, hann hefur fengið nokkur tilboð frá félögum í Lengjudeildinni og félög í Bestu deildinni hafa sýnt honum áhuga.
Hann er 22 ára varnarsinnaður miðjumaður sem lék vel með Selfossi framan af sumri. Tímabilið 2024 skoraði hann fimm mörk þegar Selfoss vann 2. deildina og Fótbolti.net bikarinn.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann með tilboð frá Selfossi en óvíst er hvort hann verði áfram þar eða haldi annað.
Athugasemdir


