Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 10. febrúar 2021 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski bikarinn: Atalanta í úrslit eftir sigur gegn Napoli
Pessina hefur fengið það erfiða verkefni að fylla í skarð Papu Gomez sem er farinn til Sevilla.
Pessina hefur fengið það erfiða verkefni að fylla í skarð Papu Gomez sem er farinn til Sevilla.
Mynd: Getty Images
Atalanta 3 - 1 Napoli
1-0 Duvan Zapata ('10)
2-0 Matteo Pessina ('16)
2-1 Hirving Lozano ('53)
3-1 Matteo Pessina ('78)

Atalanta mun spila úrslitaleik ítalska bikarsins gegn Ítalíumeisturum Juventus eftir frábæran sigur á Napoli í kvöld.

Atalanta tók á móti lærisveinum Gennaro Gattuso og voru Duvan Zapata og Matteo Pessina í aðalhlutverkum.

Þeir skoruðu sitthvort markið í fyrri hálfleik sem Atalanta stjórnaði. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og gríðarlega fjörugur þar sem bæði lið fengu mörg færi.

Leikurinn var galopinn eftir að Hirving Lozano minnkaði muninn snemma í síðari hálfleiks og var staðan 2-1 þar til á 78. mínútu þegar Pessina skoraði sitt annað mark. Zapata lagði bæði mörkin upp fyrir Pessina.
Athugasemdir
banner
banner
banner