Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mið 10. febrúar 2021 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Traore bræðurnir sektaðir - Eru Diallo og Traore ekki bræður?
Amad Diallo, nýtt ungstirni Manchester United, hefur verið sektaður um 48 þúsund evrur fyrir að nota fölsuð skilríki til að komast frá Afríku og til Evrópu á sínum tíma, fyrir meira en fimm árum síðan.

Ítalska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að sekta Diallo og stóra bróður hans Hamed Traore, sem spilar fyrir Sassuolo í Serie A. Þeir komu báðir á fölsuðum skilríkjum og undir fölskum forsendum til Ítalíu, eins og fjölmargir samlandar þeirra.

Þeir voru heppnir að hafa knattspyrnuhæfileika en hefðu hæglega getað endað á götum Ítalíu.

Rauðu djöflarnir vissu af málinu og ráðfærðu sig við lögfræðiteymið sitt áður en þeir gengu frá skiptunum á Diallo. Þar var fullvissað félagið um að málið yrði ekki stærra heldur en peningasekt.

Það sem hefur vakið athygli eru nöfn leikmannanna. Möguleiki er á því að þau séu fölsuð og að Amad Diallo Traore heiti í raun allt öðru nafni. Þá leikur grunur á því að Hamed Traore og Amad Diallo séu í raun ekki bræður.

Man Utd greiðir 25 til 40 milljónir evra fyrir Diallo með aukagreiðslum.
Athugasemdir
banner