Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   mán 10. febrúar 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fram fær sænskan sóknarmann (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 19 ára gamli Jakob Byström er genginn í raðir Fram en hann kemur frá Svíþjóð. Hann er sóknarmaður sem fagnar tvítugsafmæli sínu á morgun. Hann er kominn með leikheimild.

Fylgjendur Fram á samfélagsmiðlum tóku eftir því fyrir áramót að Fram auglýsti eftir húsnæði fyrir ungan fótboltamann frá Svíþjóð og er Byström sá maður.

Það eru ekki til mikið af gögnum um leikmanninn á netinu en hann hefur verið hjá IFK Stocksund sem er í þriðju efstu deild Svíþjóðar.

Fram endaði í 9. sæti Bestu deildarinnar síðata sumar og Rúnar Kristinsson er þjálfari liðsins. Liðið er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í Lengjubikarnum en liðið hefur unnið Breiðablik og Völsung 3-1 í fyrstu tveimur umferðum riðils 2.

Komnir
Isra Garcia frá Spáni
Vuk Oskar Dimitrijevic frá FH
Róbert Hauksson frá Leikni
Viktor Freyr Sigurðsson frá Leikni
Sigurjón Rúnarsson frá Grindavík
Óliver Elís Hlynsson frá ÍR
Kristófer Konráðsson frá Grindavík
Arnar Daníel Aðalsteinsson frá Gróttu
Jakob Byström frá Svíþjóð
Víðir Freyr Ívarsson frá Hetti/Hugin (var á láni)
Benjamín Jónsson frá Þrótti Vogum (var á láni)

Farnir
Orri Sigurjónsson í Þór
Brynjar Gauti Guðjónsson
Tiago
Markús Páll Ellertsson til Ítalíu
Jannik Pohl til Þýsklands
Djenairo Daniels
Gustav Dahl
Hlynur Atli Magnússon hættur
Stefán Þór Hannesson í Hamar

Samningslausir
Óskar Jónsson (1997)
Athugasemdir
banner
banner
banner