Jack Grealish segir að árið 2024 hafi verið erfiðasta ár í hans lífi.
Manchester City vann fjórða Englandsmeistaratitil sinn í röð en Grealish var aukaleikari og byrjaði aðeins tíu leiki. Hann missti svo af því að fá sæti í enska landsliðshópnum á EM.
Þrátt fyrir að Grealish hafi orðið faðir í fyrsta sinn í október þá lýsir hann þessu sem sínu erfiðasta ári. Hann skoraði ekki mark fyrir City á árinu 2024.
Manchester City vann fjórða Englandsmeistaratitil sinn í röð en Grealish var aukaleikari og byrjaði aðeins tíu leiki. Hann missti svo af því að fá sæti í enska landsliðshópnum á EM.
Þrátt fyrir að Grealish hafi orðið faðir í fyrsta sinn í október þá lýsir hann þessu sem sínu erfiðasta ári. Hann skoraði ekki mark fyrir City á árinu 2024.
„Þetta var skrítið ár því dóttir mín fæddist en fyrir utan það var þetta það erfiðasta ár í mínu lífi, innan sem utan vallar," sagði Grealish við fjölmiðla eftir 2-1 sigurinn gegn Leyton Orient í FA-bikarnum um helgina.
„Þetta var virkilega erfitt. En það er nýtt ár, nýtt upphaf og vonandi get ég náð mér á strik. Ég er að reyna að nýta spiltímann sem ég fæ og skila mörkum og stoðsendingum. Ég vil fá stærra hlutverk, eins og ég hafði fyrir tveimur árum."
„Það er erfitt að koma inn og út úr leikjum. Vonandi get ég haldið áfram að standa mig á æfingum og fengið fleiri leiki."
Athugasemdir