„Við komum ágætlega inn í þennan leik, þetta var ágætis fyrri hálfleikur hjá okkur og leikurinn gjörsamlega í járnum. Við mættum einfaldlega ekki í leikinn í seinni háflelikinn,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari KA eftir 2-3 tap á heimavelli gegn Víking Ó. „Við gáfum algjörlega eftir í öllum návígum, töpum í raun bara baráttunni í upphafi seinni hálfleiks og það kostaði okkur öll stigin í þessum leik.“
Lestu um leikinn: KA 2 - 3 Víkingur Ó.
„Það verður ekki tekið af okkur að við reyndum allt sem við gátum til að jafna leikinn en innkoma okkar í seinni hálfleikinn er óafsakanleg.“
Bjarni er ágætlega vanur að stjórna liði sem spilar á gervigrasi en leikurinn í dag fór fram á nýja gervigrasvellinum á æfingarsvæði KA þar sem Akureryarvöllur er ekki tilbúinn ennþá.
„Þetta er bara besti völlur landsins í dag, það er bara ekkert flóknara en það. Á meðan við erum með gott undirlag undir löppunum á leikmönnum þá hlýtur það að skipta mestu máli en auðvitað gefum við bara Akureyrarvelli þann tíma sem þarf til að hann verði góður. Það er auðvitað frábært að spila á honum ef grasið er gott þar.“
Nánar er rætt við Bjarna í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir