Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   mán 10. júní 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid reiðubúið að borga 150 milljónir evra fyrir Wirtz
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid er sagt hafa náð samkomulagi við Bayer Leverkusen um kaup á þýska landsliðsmanninum Florian Wirtz, en hann myndi eyða næsta tímabili hjá Leverkusen áður en hann fer til Spánar.

Wirtz er einn mest spennandi leikmaður Evrópu um þessar mundir.

Hann átti sitt besta tímabil í þýsku deildinni á nýafstaðinni leiktíð, þar sem hann vann bæði deild- og bikar.

MARCA heldur því fram að Real Madrid hafi náð leynisamkomulagi við Leverkusen um að kaupa Wirtz fyrir 150 milljónir evra á næsta ári.

Wirtz mun taka næsta tímabil með Leverkusen áður en hann flytur til Spánar.

Talið er líklegt að hann verði ekki sá eini sem færir sig yfir til Madrídar á næsta ári, en Xabi Alonso, þjálfari Leverkusem, er líklegastur til að taka við af Carlo Ancelotti.
Athugasemdir
banner
banner