Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. ágúst 2020 22:15
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Vals tekur við Bristol City (Staðfest) - Stuðningsmenn ósáttir
Dean Holden er tekinn við Bristol City
Dean Holden er tekinn við Bristol City
Mynd: Bristol City
Dean Holden, fyrrum leikmaður Vals, er tekinn við Bristol City í ensku B-deildinni en félagið greinir frá þessu í dag. Það er mikil ólga meðal stuðningsmanna liðsins en þeir eru ósáttir með hvernig staðið var að ráðningunni.

Holden spilaði níu leiki fyrir Val árið 2001 en hann lék 7 deildarleiki og tvo bikarleiki með liðinu. Hann kom á láni frá Bolton og átti ágætis feril í neðri deildunum á Englandi áður en hann fór út í þjálfun.

Hann var aðstoðarmaður Lee Johnson hjá Bristol City en félagið rak Johnson undir lok síðasta tímabils og stýrði Holden liðinu út leiktíðina.

Það tóku við fimm vikur af ráðningarferli hjá Bristol City áður en ákveðið var að ráða Holden en félagið var í viðræðum við Chris Hughton, fyrrum stjóra Brighton og Newcastle.

Stuðningsmenn félagsins eru allt annað en sáttir með Mark Ashton, framkvæmdastjóra Bristol City. Þeir eru ósáttir með þann tíma sem það tók að tilkynna nýjan stjóra og þá telja þeir að Holden sé ekki rétti maðurinn til að stýra skútunni í átt að úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner