Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. ágúst 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool hefur fylgst með Tsimikas í þrjú ár
Kostas Tsimikas.
Kostas Tsimikas.
Mynd: Getty Images
Liverpool er að ganga frá kaupum á gríska vinstri bakverðinum Kostas Tsimikas en hann kemur frá Olympiakos á 11,75 milljónir punda.

Liverpool ákvað að snúa sér að Tsimikas eftir að félagið náði ekki samkomulagi um kaupverð við Norwich fyrir Jamal Lewis.

Hinn 24 ára gamli Tsimikas hefur verið undir smásjá Liverpool í þrjú ár en menn frá félaginu tóku eftir honum í leik með Willem II í Hollandi tímabilið 2017/2018.

Menn frá Liverpool voru að fylgjast með Pedro Chirivella, sem var í láni frá Liverpool hjá Willem II, og þá tóku þeir eftir Tsimikas.

Samkvæmt frétt Sky eru menn á Anfield vongóðri um að Tsimikas geti náð í fremstu röð sem vinstri bakvörður og veitt Andy Robertson samkeppni um stöðuna í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner