Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 10. september 2020 23:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarki spenntur fyrir Venezia - „Vilja setja fótboltann í sama klassa og borgina"
Bjarki Steinn samdi við Venezia í ágúst. Feneyjar eru einn stærsti ferðamannastaður í heimi.
Bjarki Steinn samdi við Venezia í ágúst. Feneyjar eru einn stærsti ferðamannastaður í heimi.
Mynd: Venezia
Marki fagnað í sumar - Bjarki spilaði sex leiki með ÍA í deildinni áður en hann meiddist.
Marki fagnað í sumar - Bjarki spilaði sex leiki með ÍA í deildinni áður en hann meiddist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Að sjálfsögðu var það markmið hjá mér að komast í U21 hópinn en það er ákvörðun sem ég get ekki tekið sjálfur
Að sjálfsögðu var það markmið hjá mér að komast í U21 hópinn en það er ákvörðun sem ég get ekki tekið sjálfur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Horfir upp - Markmiðið er að komast upp í Serie A á næstu árum.
Horfir upp - Markmiðið er að komast upp í Serie A á næstu árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn Bjarkason gekk í raðir Venezia sem leikur í ítölsku B-deildinni frá ÍA fyrir tæpum þremur vikum. Bjarki er tvítugur kantmaður sem uppalinn er hjá Aftureldingu en hefur leikið með ÍA undanfarin ár.

Venizia, á íslensku Feneyjar, er gífurlega vinsæll ferðamannastaður og var Bjarki spurður út í félagaskiptin.

Ekki gaman að horfa á úr stúkunni vegna meiðsla
Bjarki lék sex leiki og skoraði eitt mark á Íslandsmótinu í sumar. Hvernig mat hann eigin frammistöðu með ÍA í sumar?

„Mér fannst ég standa mig þokkalega. Ég hefði auðvitað viljað náð fleiri leikjum og koma mér betur inn í mótið en mér fannst ég fara þokkalega vel af stað," sagði Bjarki.

Bjarki fór snemma af velli gegn HK þann 8. júlí og var það síðasti leikur Bjarka með ÍA. Hvers konar meiðslum lenti Bjarki í?

„Þetta voru mjög skrýtin og erfið meiðsli, einhvers konar mar eða brákun í rifbeinum eftir þungt högg í leik. Það var erfitt að díla við þessi meiðsli því eitt er að æfa og annað að spila leiki þar sem mikið er um 'contact' sem hentuðu þessum meiðslum illa."

Hvernig var að horfa á liðsfélagana spila á meðan þín staða var ekki orðin staðfest?

„Það tók því sinn tíma að verða 100% heill, ekkert sérstaklega skemmtilegur tími að þurfa að sitja uppi í stúku að horfa á liðsfélagana spila þegar maður er meiddur."

Svíþjóð ekki eins spennandi og verkefnið í Feneyjum - Draumur að rætast
Þann 26. júlí var fyrst fjallað um áhuga Venezia á Bjarkai Steini. Voru önnur félög sem höfðu áhuga?

„Jói Kalli sagði mér frá þessu [áhuga Venezia] einhvern tímann í júlí og mér leist strax mjög vel á þann möguleika og úr því hófust viðræður milli félaganna. Það var áhugi og fyrirspurnir frá Svíþjóð sem hljómaði líka ágætlega en ekki eins spennandi og þetta verkefni."

Tæpur mánuður leið frá því að vitað var af áhuga Venezia og þar til Bjarki var staðfestur leikmaður liðsins.

„Glugginn á Ítalíu opnaði ekki fyrr en 1. september og ég þurfti alltaf að fara í læknisskoðun hjá liðinu áður en allt var formlega undirritað. Læknisskoðunin úti var ekki fyrr en 20. ágúst og í framhaldinu var samningurinn undirritaður. Tímasetningin passaði vel því liðið hóf undirbúningstímabilið 22. ágúst og ég hef því náð að vera með frá byrjun."

Var Bjarki með það sem markmið að semja við félag erlendis á þessu ári?

„Ég var ekki of mikið að hugsa út í það meðan tímabilið var í gangi þar sem ég var bara að fókusa á að gera vel með ÍA. En að sjálfsögðu var það alltaf markmið að fara út einhvern tímann og þegar þetta tækifæri bauðst þá var ég virkilega spenntur fyrir því, klárlega draumur að rætast."

Einn frægasti túristastaður í heiminum
Hvað vissi Bjarki um staðinn Feneyjar þegar áhugi félagsins kom upp og var hann lengi að hugsa sig um hvort hann ætti að ganga í raðir félagsins þegar samningstilboðið barst?

„Ég vissi meira um staðinn en liðið til að byrja með, enda einn frægasti túristastaður í heiminum. Ég vissi hins vegar fljótt meira um liðið og stefnu félagsins og því var ég ekki lengi að hugsa mig um þar sem þetta félag er á hraðri uppleið og ég vildi vera partur af bjartri framtíð þess."

Vilja setja fótboltann í sama klassa og borgina
Félag á hraðri uppleið, hvað á Bjarki við?

„Félagið sjálft hefur aldrei verið stórt fótboltalega séð en nú eru nýir bandarískir eigendur sem fara sínar eigin leiðir og vilja setja fótboltann í sama klassa og borgina. Þeir eru óhræddir við að kaupa leikmenn erlendis frá, helst unga með bjarta framtíð, og setja pening í umgjörð í kringum liðið. Markmiðið er sem sagt að koma liðinu í efstu deild á næstu árum en fyrir þetta tímabil væri frábært að komast í umspilið um það."

B-deildin byrjar eftir hálfan mánuð, hvernig líst Bjarka á að spila í þeirri deild á komandi leiktíð?

„Deildin er virkilega stór og spennandi og því stórt tækifæri fyrir mig, ég get ekki beðið eftir að byrja leiktíðina."

Ákvörðun sem Bjarki gat ekki tekið sjálfur
Bjarki á að baki einn U21 landsleik. Fréttaritari reyndi að fiska eftir því hvort það hefði komið til tals að hann yrði í hópnum sem mætti Svíþjóð síðastliðinn föstudag.

„Að sjálfsögðu var það markmið hjá mér að komast í U21 hópinn en það er ákvörðun sem ég get ekki tekið sjálfur. Kannski hafði það áhrif að ég hef ekki spilað mikið upp á síðkastið, ég veit það ekki, en ég held bara áfram og verð klár í að sýna hvað ég get fyrir næsta verkefni," sagði Bjarki að lokum.

Sjá einnig:
Bjarki valdi fótbolta 14 ára - „Pabbi fékk engu ráðið um það" (20. apríl)
Athugasemdir
banner
banner